Language   

Ef

Björgvin Halldórsson
Language: Icelandic


Björgvin Halldórsson


Ef mættum við lifa í samlyndi og sátt,
hve stórkostlegt líf gæti mannkynið átt,
í stað þess að vinna hvert öðru mein
við myndum byggja saman betri heim.

Ef mannvit og kærleikur mætti öll ráð
mannanna vega, þá til væri sáð
visku og gleði á volaðri jörð,
um vináttu og frelsi við stæðum vörð.

Við myndum vinna öll sem eitt
að bjartari framtíð og friði á jörð.
Við myndum vinna öll sem eitt
að bjartari framtíð, friði og kærleik á jörð.

Ef ofar við settum auðlegð og frægð
gæsku og visku, já andlega stærð,
tortryggni og sjálfselska hyrfi að sjálfu sér,
öfund og afbrýði yrði hlægileg.

Ef mannvit og kærleikur mætti öll ráð
mannanna vega, þá til væri sáð
visku og gleði á volaðri jörð,
um vináttu og frelsi við stæðum vörð.

Við myndum vinna öll sem eitt
að bjartari framtíð og friði á jörð.
Við myndum vinna öll sem eitt
að bjartari framtíð, friði og kærleik á jörð.

Ef við mættum að því vinna,
ó - í sameiningu finna
hamingju og frið á jörð.



Main Page

Please report any error in lyrics or commentaries to antiwarsongs@gmail.com

Note for non-Italian users: Sorry, though the interface of this website is translated into English, most commentaries and biographies are in Italian and/or in other languages like French, German, Spanish, Russian etc.




hosted by inventati.org