Language   

Language: Icelandic




Vinur minn hvar sem í heiminum er
heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér
reynum að uppræta angur og kvöl
afnema stríðsins böl.

Stöndum við saman og störfum sem eitt
stefnunni ef til vill getum við breytt,
smíðum úr vopnunum verkfæri þörf
verum í huga djörf.

Burt með hræðslu sem byrgð er inni,
burt með hatrið úr veröldinni
burt með sprengjur sem brenna svörð,
biddu með mér um frið á jörð.

Burt með hungur og burt með sorgir,
burt með deilur og hrundar borgir
burt með sprengjur sem brenna svörð,
biddu með mér um frið á jörð.

Berum upp alls staðar bænina um frið,
bænina stærstu sem nú þekkjum við,
bænina einu sem bjargað nú fær
barninu frá í gær.

Burt með hræðslu sem byrgð er inni,
burt með hatrið úr veröldinni
burt með sprengjur sem brenna svörð,
biddu með mér um frið á jörð.

Burt með hungur og burt með sorgir,
burt með deilur og hrundar borgir
burt með sprengjur sem brenna svörð,
biddu með mér um frið á jörð,
frið á jörð, já frið á jörð,
frið á jörð, já frið á jörð.



Main Page

Please report any error in lyrics or commentaries to antiwarsongs@gmail.com

Note for non-Italian users: Sorry, though the interface of this website is translated into English, most commentaries and biographies are in Italian and/or in other languages like French, German, Spanish, Russian etc.




hosted by inventati.org