Language   

L'Internationale

Eugène Pottier
Back to the song page with all the versions


ISLANDESE / ICELANDIC [2]
INTERNASJÓNALINN
(Internationalinn; "Nallinn")
Alþjóðasöngur Verkalýðsins


Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.

Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.

Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.


Reykjavik
INTERNASJÓNALINN
Þýðing: Magnúsar Ásgeirssonar

Til reikningsskila, skortsins fangar,
sem skipið heimsins vinnustétt!
Nú skjálfa valdsins skorður strangar
við skuldakröfu um fólksins rétt!
Fylk þér, alþýða, í forystusveitir!
Fullan rétt þú sækja skalt!
Hið gamla ríki um grundvöll breytir:
Vér gildum ekkert, verðum allt.

Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!
Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!

Oss frelsa ei heimsins herrar neinir
né hjálparvöld á æðri stað:
Vort stríð, vort stríð vér eigum einir,
og aðrir munu ei vinna það.
Gegn þeim afla, sem ránshöndin ræður,
Til reisnar vorri lægðu sál,
vér blásum anda í bleikar glæður
og breytum fjötri í eggjað stál!

Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!
Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!

Sjá gullsins reigðu glæfrasjóla
með gripa og jarðar eignarhald!
Hvað lyfti þeim á stjórnarstóla?
Vort strit, sem hlaut ei endurgjald!
Auður vex þeim án verðleika og raka
á vorum lúa og hugarraun,
og er vér hrifsum hann til baka,
vér hirðum aðeins verkalaun!

Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!
Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!

Til sigurs, eining öreiganna
með alþýðunnar stolta nafn!
Þín jörð er óðal allra manna,
en ekki fyrir gamm né hrafn!
Þeirra kyn skóp þér örbirgð og ótta.
En er þeir skuggar hverfa úr sýn
einn vordag snemma á feigðarflótta,
mun fegurðlífsins verða þín!

Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!
Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag,
unz Internasjónalinn
er allra bræðralag!

Þjóðviljinn 1. maí 1972, 37. árgangur


Back to the song page with all the versions

Main Page

Note for non-Italian users: Sorry, though the interface of this website is translated into English, most commentaries and biographies are in Italian and/or in other languages like French, German, Spanish, Russian etc.




hosted by inventati.org