Langue   

Le déserteur

Boris Vian
Page de la chanson avec toutes les versions


ISLANDESE / ICELANDIC / ISLANDAIS [2] - Ásgeir Ingvarsson
LIÐHLAUPASÖNGUR

Besti herra forseti,
ég skrifa yður bréf
sem þér lesið ef til vill
og ef þér hafið tíð.
Ég er búinn að fá
kvaðningu í herinn
til að fara í styrjöld
fyrir miðvikudag.
Besti herra forseti,
í styrjöld vil ég ekki,
ég var ekki fæddur
fátækra morðingi.
Ég vil ei hræða yður,
- það mun ég vel segja:
sú ákvörðun mín er tekin,
ég gerst liðhlaupi í dag.

Síðan ég var fæddur
sá ég föður minn deyja,
og bræður mína fara
og gráta börnin mín.
Móðir mín þoldi allt:
nú er hún lögð í gröf,
henni er skítsama um sprengjur
og um maðka svo vel.
Þegar ég var stríðsfangi
mér var kona burtrænd,
mér voru líf og sál
rifin miskunnarlaust.
Snemma í fyrramalið
ætla ég að loka dyrin
á nef á dauðum árum,
fer ég án eftirsjá.

Ég ætla að betla um brauð
á vegi og götur Frakklands,
frá Próvönsu til Bretalands
og það segi ég öllum:
Neitið þið að hlýða!
Neitið þið að gera hana!
Farið þið ekki í styrjöld,
neitið þið að fara í stríð!
Ef þarf að hella út blóð,
úthellið nú vel yðar,
ef þér eruð enginn hræsnari,
besti herra forseti!
Ef sóttst er eftir mér,
segið lögreglumönnum,
að ég sé ekki með vopn:
þeir geta skotið á mig.
LIÐHLAUPINN

Þér send´ég General
mitt svar við kröfum þínum,
þú sérð á þessum línum,
þó skiljirðu ekki enn,
að herkvaðning er brot
á boði sem ég hlýði,
að berjast ekki í stríði
né drepa aðra menn.
Ég neit´að bera vopn
á vini mína og bræður,
að vega börn og mæður
og feður eins og mig.
Sem liðhlaupi ég hverf
úr landi mínu sekur,
og leiðist hvað það tekur
mig sárt að angra þig.

Og framhjá þeirra gröf,
sem fóru að boði þínu,
að fórna lífi sínu,
ég geng minn flóttaveg.
En herkvaðningin þín
nær eyrum þeirra ekki
og enga fangahlekki
þeir skelfast eins og ég.
Þú átt þá hetjulund
sem óttast ekki að deyja,
þú einn skalt fara og heyja
þitt stríð við náungann.
En handtakirðu mig,
sem herlög þín vill brjóta
þá hræðst´ekki að skjóta
á vopnalausan mann.


Page de la chanson avec toutes les versions

Page principale CCG


hosted by inventati.org